"Í Magnavita náminu gerast galdrar"

Björk Håkansson

35 nemendur hófu nám hjá Magnavita þann 6 september síðastliðinn til að undirbúa 3ja æviskeiðið.

Spennandi tímar framundan hjá öflugum hópi nemenda.

Fréttir

Kristín Jónsdóttir Njarðvík er framkvæmdastjóri Starfsþróunarseturs háskólamanna.

Hún segist hæstánægð með Magnavita námið sem hafi hjálpað sér að huga markvisst að þeim árum sem framundan eru. Það þyki henni ekki síður mikilvægt en langskólanámið sem hún stundaði til að undirbúa ríflega þrjátíu ára starfsferil.

Með frábærum kennurum og samnemendum höfum við opnað fyrir fleiri möguleika til að lifa lífinu til fulls í framtíðinni. Mér finnst alltaf notalegt að koma í skólann þar sem bekkjarandinn er styðjandi og hlýr enda erum við öll á sömu vegferð.

Sigurði Grímssyni, sem er stjórnandi og sérfræðingur á Verkfræðistofunni Eflu, fannst hann þurfa að ýta við sjálfum sér með ýmsa þætti í lífinu. Þegar góður vinur hans benti honum á Magnavita námið í HR og hvatti hann til að skoða námskeiðin sem þar eru í boði sá Sigurður að námið hentaði honum mjög vel. „Magnavita er sett þannig upp að það passar vel inn í pælingar mínar varðandi það að ýta við sjálfum mér. Sálfræði, heimspeki og heilsa – það passar vel fyrir mig. Námið er mjög áhugavert. Allir fyrirlesararnir eru miklir sérfræðingar í sínu fagi og áhugaverðar persónur. Þau eru vön að flytja mál sitt og gera það öll með miklum eldmóði,“ segir Sigurður ánægður.

Helga Ragnarsdóttir rakst á auglýsingu um Magnavita námið í Fréttablaðinu í lok árs 2022 og segir námið strax hafa höfðað til sín.

Mér fannst námið hljóma mjög áhugavert sér í lagi þar sem ég sjálf er 62 ára og þetta tímabil lífs míns nálgast óðum. Ég hafði því samband við Guðfinnu Bjarnadóttur, sem er í forsvari fyrir Magnavita námið, og hún hvatti mig til að skrá mig sem ég hef ekki séð eftir í eina mínútu.

Helga er flugfreyja og löggiltur fótaaðgerðarfræðingur og hún segir Magnavita námið frábæra viðbót við þann grunn sem hún hafi fyrir. Hún mæli með náminu við fólk sem sé farið að velta fyrir sér hvað það vilji gera á þriðja æviskeiðinu enda sé það skeiðið til að hlakka til.

Allir fyrirlesarar eru til fyrirmyndar, upplýsandi og fræðandi. Til að mynda þá er einn hluti námsins heimsókn í Greenfit en þar er mjög góð yfirferð yfir þína eigin heilsu og ráðgjöf við því sem þú þarft að bæta eða lagfæra. Í náminu er einnig að finna fullt af fróðleik um andlegt, félagslegt, fjárhagslegt og líkamlegt hreysti. Það eru sérfræðingar og frábærir fyrirlesarar í hverju horni.

Viðtal við Hauk Inga Jónasson kennara Magnavita á vefsíðu Lifðu núna. Haukur kennir hagnýta heimspeki í námu.

Smelltu hér til að lesa

Viðtal við Benedikt Olgeirsson í Mannlega þættinum á RÚV um Magnavita námið, reynslu og ávinning nemenda og mikilvægi þess að undirbúa þriðja æviskeiðið tímanlega eða um 55 - 65 ára aldurinn.

Smelltu hér til að hlusta

Nú er rétti tíminn til að skrá sig á námið sem byrjar 6. september.

Kennarar Magnavita námsins:

Guðfinna Bjarnadóttir, Benedikt Olgeirsson, Svanhildur Konráðsdóttir, Sigríður Hulda Jónsdóttir, Gauti Grétarsson, Georg Lúðvíksson, Linda Vilhjálmsdóttir, Haukur Ingi Jónasson, Sigríður Olgeirsdóttir, Lukka Pálsdóttir, Margrét Sveinsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir.

Smelltu hér til að skrá þig.

Fjölsóttur og vel heppnaður kynningarfundur: Nemendur segja frá reynslu sinni af náminu. Guðfinna S. Bjarnadóttir kynnir Magnvita námið og Tryggvi Pálsson er með áhugaverðar hugleiðingar um þriðja æviskeiðið.

Smelltu hér til að horfa.

Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir hlýtur þakkarviðurkenningu FKA.

Sjá viðtal í Morgunblaðinu.

Fjölgun heilbrigðra og spennandi æviára

Áhugavert viðtal við Guðfinnu Bjarnadóttur

Viðtal á Vísi um Magnavita og námið

Frétt Viðskiptablaðsins um Magnavita

Samstarf Magnavita og Háskólans í Reykjavík

Kynningarfundur um Magnavita námið, desember 2022

Einsemd er lífshættuleg

Magnavita námið hefst 6. september 2023.

Skráning hafin.

Magnavita námið í samstarfi við HR

Eins árs nám sem er fjárfesting í framtíðinni

Þriðja æviskeiðið á að vera uppskerutími í lífinu, besta æviskeiðið þar sem lífsgæða er notið og tíminn nýttur eins vel og mögulegt er. Í náminu setja nemendur sér skýra stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf.

Lífsgæði snúast um marga þætti, yfir sumum þeirra höfum við vald og öðrum ekki. Áherslan í náminu verður á andlega og líkamlega hreysti, félagsleg tengsl, gleði og virkni.

 • Námið er tvær annir, alls tíu námskeið og hvert þeirra tveir til þrír dagar
 • Kennt verður í Háskólanum í Reykjavík, á miðvikudögum kl. 9:15 - 15:00
 • Námið hefst á heilsu-, þol- og styrktarmati nemenda, þ.e. stöðupróf í upphafi náms
 • Í lok náms verður aftur mat á heilsu, þoli og styrk nemenda
 • Námið er einstaklingsmiðað en einnig er mikið um hópavinnu (engin próf)
 • Námið byggir á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu
 • Valdir sérfræðingar verða gestafyrirlesarar í náminu
 • Nemendur setja sér stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið 

Fyrir hverja: Námið er ætlað fólki á aldrinum 55 til 75 ára

Lengd: Eitt ár og hefst 6. september 2023
Kennt einn dag í viku, 2ja vikna páskafrí og viku haustfrí

Verð: 780.000 kr. (Skipting greiðslu eða greiðsludreifing er í boði sem og aðstoð við umsóknir um styrkveitingar frá starfsmenntasjóðum stéttarfélaga, þar sem við á). Gjalddagi fyrstu greiðslu er mánuði fyrir fyrsta kennsludag

Innifalið í verði er morgunhressing, hádegisverður og mælingar á hreysti og heilsu, (smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um mælingar)

Athugið: Námið er styrkhæft hjá flestum starfsmenntasjóðum stéttarfélaga. Aðrir möguleikar til skoðunar, www.attin.is

Skrá mig

Magnavita námið, 10 áhugaverð námskeið

Fyrri önnin hefst 6. sept og lýkur 13. des 2023

1. Tilgangur lífsins – kennari Guðfinna S. Bjarnadóttir

Í upphafi verður kynning á Magnavita náminu og þátttakendum. Fjallað verður um helstu þætti sem hafa áhrif á hreysti og lífsgæði á þriðja æviskeiðinu.

Á námskeiðinu verður varpað upp krefjandi spurningum um tilgang lífsins, kynntar bækur og niðurstöður rannsókna um efnið og unnin verkefni. Þá verða verkefni og umræður um framtíðardrauma nemenda, lífsfyllingu og lífsgæði. Loks verður umfjöllun um lokaverkefni hópa, sem skila á í lok náms

2. Hagnýt heimspeki – kennari Haukur Ingi Jónasson

Á námskeiðinu verður fjallað með skapandi og þróttmiklum hætti um listina að lifa og um lífsháskann. Sótt verður í ríka sjóði hugmyndasögunnar til að fá svör við spurningunni um þroskakosti 3ja æviskeiðsins

3.  Að fjölga heilbrigðum æviárum – kennari Lukka Pálsdóttir

Stöðumat á heilsu fer fram í upphafi náms, niðurstöðurnar verða nýttar og kortlagðar leiðir til að efla eigin hreysti. Kynntar verða niðurstöður rannsókna á áhrifum næringar og lífsstíls á hreysti og heilbrigði. Fjallað verður um lífsstílssjúkdóma ásamt fyrirbyggjandi leiðum. Umræður og verkefni fjalla um leiðir til að fjölga heilbrigðum æviárum

4.  Störf, nýsköpun og fjármál – kennarar Sigríður Olgeirsdóttir og Georg Lúðvíksson     

Farið verður yfir störf nemenda og væntingar þeirra um launuð og ólaunuð störf, nýsköpun og fjármál á þriðja æviskeiðinu. Rædd verða framtíðartækifæri og viðhorf til atvinnuþátttöku. Kynntar verða bækur sem tengjast viðfangsefninu og fjallað um leiðir til atvinnusköpunar. Farið verður yfir fjármál og lífeyrismál með hagnýtum verkefnum.

Umræður og verkefni lúta að tækifærum til þátttöku í atvinnulífi á forsendum hvers og eins

5.  Hreyfing og líkamleg heilsa – kennari Gauti Grétarsson

Stöðumat á styrk og þoli verður í upphafi náms. Námskeiðið fjallar um bestu leiðir til að auka hreysti, þol og styrk á þriðja æviskeiðinu.

Umræður verða um mikilvægi hreyfingar og myndaðir hópar um spennandi hreyfingu fyrir sumarið og framtíðina. Áhersla verður á vettvangsferðir og verklegt nám og nemendur kortleggja spennandi leiðir til að virkja líkamann og efla líkamlega hreysti

Fyrri önnin hefst miðvikudaginn 6. september og lýkur 13. desember

Vetrarfrí verður vikuna 21. október til 28. október.

Innifalið í verði

Innifalið í verði er stöðutaka á heilsu, þoli og styrk í upphafi náms og í lok þess
Einnig er boðið upp á mat í hádeginu, morgunhressingu og hollustu yfir daginn

Skrá mig

Seinni önnin hefst 10. jan og lýkur 24. apríl 2024

6. Samfélag og tengslanet – kennarar Margrét Sveinsdóttir, Valgerður Halldórsdóttir og Sigríður Hulda Jónsdóttir

Við hefjum önnina með samsettu námskeiði um samfélag og tengslanet. Við byrjum á að fjalla um samfélagslega ábyrgð og hringrásarhagkerfið, þetta stef setur tóninn fyrir samfélagsleg tengsl sem okkur eru lífsnauðsynleg. Ekkert styður betur við virkni okkar, lífsfyllingu og árangur en virkt og öflugt tengslanet, rannsóknir sýna að undirstaða spennandi og heilbrigðra æviára eru góð tengsl við fjölskyldu og vini. Fjallað verður um þá dauðans alvöru sem tengist einsemd á þriðja æviskeiði. Niðurstöður rannsókna á mikilvægi félagslegra tengsla verða kynntar og ræddar. Verkefnin snúast um að stækka og virkja tengslanetið, efla tengsl við fjölskyldu og vini, fjölga vinum og finna gleðina í samveru við annað fólk

7. Áhugamál og húmor – kennari Edda Björgvinsdóttir

Verkefnin í námskeiðinu snúast um leiðir til að gleðjast og gleðja aðra í hversdeginum og finna þau áhugamál sem stuðla að aukinni virkni og lífsgleði. Skoðuð verða tengsl húmors, jákvæðni og þakklætis.  Fjallað verður um rannsóknir og nauðsyn þess að sjá spaugilegar hliðar lífsins

8.  Menning, listir og sköpun – kennari Svanhildur Konráðsdóttir

Fátt tengist lífsgæðum sterkar en menning, listir og sköpun. Verkefni námskeiðsins snúast um viðhorf og upplifanir á menningarviðburðum og listsköpun í víðum skilningi. Ræddar verða tillögur samnemenda í tengslum við bækur, menningarviðburði, ferðalög og listsköpun. Þá verður sérstaklega fjallað um íslenska og evrópska menningu ásamt því sem við lítum yfir tíma og fleiri lönd í leit að inspírasjón

9.  Kortleggjum þriðja æviskeiðið – kennari Benedikt Olgeirsson

Nemendur nýta aðferðir markþjálfunar til að setja sér stefnu fyrir þriðja æviskeiðið. Námskeiðið er skapandi og krefjandi því gert er ráð fyrir að nemendur kortleggi þriðja æviskeiðið og skrái tilgang, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir fyrir spennandi framtíð

10. Samantekt og kynning lokaverkefna – kennari Guðfinna S. Bjarnadóttir

Samantekt þar sem nemendur halda til haga því helsta sem þeir hafa lært í náminu. Nemendur deila með öðrum því sem þeir ætla að tileinka sér á þriðja æviskeiðinu. Kynning verður á lokaverkefnum nemenda sem unnin voru í hópum og fjölluðu um hugðarefni og ætlanir á næstu árum (t.d. að búa til fyrirtæki, taka þátt í gig-hagkerfinu, ráðast í verkefni, búa til viðburði, skapa listaverk eða annað sem heillar). Formleg útskrift í lok náms

Seinni önnin hefst miðvikudaginn 10. janúar og lýkur 24. apríl.

Tveggja vikna páskafrí verður frá 25. mars til 8. apríl.

Námsform

Námið er staðarnám og best ef nemendur eru á staðnum. Við erum sveigjanleg og skólinn vel tæknilega undir það búinn ef nemandi þarf að taka þátt í gengum fjarfundabúnað. Námið er verkefnamiðað án prófa.

Magnavita námið

Tryggvi Pálsson

Hvers vegna ætti ég að fara í svona nám?

Til að:

 • Fjárfesta í eigin framtíð og skipuleggja innihaldsríkt líf
 • Læra leiðir til að fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum
 • Auðga lífið með þekkingu, virkni, gleði og tækifærum
 • Styrkja tengslanet og eignast nýja vini
 • Efla hreysti og auka líkamlegan og andlegan styrk
 • Þekkja niðurstöður rannsókna og kynnast áskorunum 3ja æviskeiðsins
 • Njóta leiðsagnar fyrirmyndarkennara og gestafyrirlesara
 • Setja stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið
 • Nýta mögulegan námssjóð fyrir hefðbundin starfslok en námið er styrkhæft hjá flestum starfsmenntasjóðum stéttarfélaga
 • Menntun er máttur

Nánari upplýsingar og skráning á vef HR

Þetta nám getur nýst fyrirtækjum og stofnunum mjög vel til að styðja starfsfólk sem nálgast hefðbundin starfslok við að undirbúa þá stóru umbreytingu og sýna þar með samfélgslega ábyrgð.

Hvað segja nemendur og fyrirtæki?

Drífa Hilmarsdóttir

Mannauðsstjóri RB:

„Við hjá RB fengum kynningu á Magnavita náminu og leist strax vel á.  Hjá okkur er hópur starfsfólks sem er að nálgast þriðja æviskeiðið og til að undirbúa hópinn fyrir þann spennandi tíma sem er framundan ákváðum við að styrkja starfsfólk til námsins. Vilborg er ein þeirra og við höfum fengið að fylgjast með náminu í gegnum hana og er skemmst frá því að segja að hún hefur verið mjög ánægð.“
- Stefán Ari Stefánsson, mannauðsstjóri hjá RB

Umsögn starfsmanns RB:

„Fjölbreytni Magnavita námsins og góðir leiðbeinendur í hinum mismunandi viðfangsefnum hafa vakið hjá mér gleði og áhuga á framtíðinni. Það er tilhlökkunarefni að mæta í skóla hvern dag.“
– Vilborg Sverrisdóttir, nemandi í Magnavita náminu.

Drífa Hilmarsdóttir nemandi:

"Námið er frábært og það hefur farið fram úr væntingum mínum. Ég er þegar farin að nýta mér mjög margt sem ég hef lært og margt er farið að fléttast inn i minn lífsstíl og viðhorf. Ég mæli því heilshugar með Magnavita við alla sem hafa hug á að bæta við sig þekkingu og hafa til þess sviggrúm og tíma."

Smelltu hér á viðtal við Drífu Hilmarsdóttur á vefsíðu Lifðu núna

Magnavita námið snýst um að kortleggja þriðja æviskeiðið til að undirbúa innihaldsríkt og spennandi líf

Kennarar Magnavita námsins

AÐ NÁMI LOKNU HEFUR ÞÚ...

 • Kortlagt þriðja æviskeiðið á þínum forsendum
 • Skýra sýn og markmið fyrir innihaldsríkt líf
 • Verðug viðfangsefni
 • Eflt virkni, hreysti og möguleikann á að eiga fleiri heilbrigð æviár
 • Aukið þátttöku í samfélagi og atvinnulífi á eigin forsendum
 • Fleiri spennandi áhugamál
 • Auðgað félagsleg tengsl og eignast nýja vini

Skráning hér

Athugið: Námið er styrkhæft hjá flestum starfsmenntasjóðum stéttarfélaga og einnig er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir að sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja sitt starfsfólk sem nálgast hefðbundin starfslok við að undirbúa þá stóru umbreytingu.

www.attin.is

Reynslumiklir og öflugir kennarar sjá um kennsluna ásamt áhugaverðum gestafyrirlesurum.

Þrír þjónustufasar Magnavita

Þjónustan snýst um að fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum

1. Aðstoð við umbreytingaferlið

Að hætta í föstu starfi er ein mesta umbreyting í lífi fólks

2. Stuðningur við góð og heilbrigð æviár

Mikilvægt að hver og einn skipuleggi innihaldsríkt líf

3. Leiðsögn um heilbrigðiskerfið

Aðstoð við að finna réttu leiðir og lausnir inn heilbrigðis og félagskerfisins. (Þessi þjónustuþáttur er í þróun)

Lykiláherslur í þjónustu Magnavita

Við viljum að þriðja æviskeiðið sé uppskerutími í lífinu, besta æviskeiðið þar sem við njótum lífsgæða og nýtum tímann eins vel og mögulegt er.

Lífsgæði snúast um marga þætti, yfir sumum þeirra höfum við vald og öðrum ekki.

Hreysti, virkni, félagsleg tengsl, andleg og líkamleg líðan og fjárhagur skipta miklu máli. Þar mun Magnavita setja kastljósið.

Fjölbreytt þjónusta Magnavita

Snýst um styrkleika viðskiptavinar og tækifæri til að fjölga góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum

 • Magnavita námið í samstarfi við HR
 • Árleg ráðstefna Magnavita
 • Markþjálfun sniðin fyrir þriðja aldurinn (í þróun)
 • Magnavita tegnslanet og samfélag (í þróun)
 • Starfatorg og frumkvöðlahraðlar (í þróun)
 • Magnavita app með margvíslegri þjónustu (í þróun)
 • Ýmis menntun og ráðgjöf (í þróun)
 • Rannsóknarstarf (í þróun)
 • Orðanotkun og virðing fyrir fólki á 3ja æviskeiði (í þróun)

Stofnendur Magnavita

Benedikt Olgeirsson

Verkfræðingur með meistaragráðu frá USA.

Linkedin

Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir

Atferlisfræðingur með doktorspróf frá USA

Linkedin

Sigríður Olgeirsdóttir

Kerfisfræðingur með MBA frá HR og AMP frá Harvard.

Linkedin

Stefna og markmið Magnavita

Markmið

Tilgangur og markmið Magnavita er að stuðla að fjölgun spennandi og heilbrigðra æviára með  því að auka hreysti, virkni, lífsfyllingu og félagsleg tengsl viðskipatvina

Sýn

Þriðja æviskeiðið verði það besta í lífi viðskiptavina, það einkennist af hreysti, gleði og heilbrigði

Gildi

Nálgunin er jákvæð, spennandi og uppbyggileg, hún er líka heildstæð, gagnreynd og umbreytandi

Markhópur

Einstaklingar á þriðja æviskeiði sem nálgast starfslok eða hafa lokið föstu starfi og hafa getu og vilja til að fjárfesta í eigin framtíð

Hafa samband