Magnavita
Glaður útskriftarhópur vorið 2024
Eitt sæti laust á námskeiðið sem hefst 18 september næstkomandi
Fréttir
Magnavita námið, 10 áhugaverð námskeið
Fyrri önnin hefst 18 september og lýkur 11 desember
1. Tilgangur lífsins – kennari Guðfinna S. Bjarnadóttir
Í upphafi verður kynning á Magnavita náminu og þátttakendum. Fjallað verður um helstu þætti sem hafa áhrif á hreysti og lífsgæði á þriðja æviskeiðinu.
Á námskeiðinu verður varpað upp krefjandi spurningum um tilgang lífsins, kynntar bækur og niðurstöður rannsókna um efnið og unnin verkefni. Þá verða verkefni og umræður um framtíðardrauma nemenda, lífsfyllingu og lífsgæði. Loks verður umfjöllun um lokaverkefni sem skila á í lok náms
2. Hagnýt heimspeki – kennari Haukur Ingi Jónasson
Á námskeiðinu verður fjallað með skapandi og þróttmiklum hætti um listina að lifa og um lífsháskann. Sótt verður í ríka sjóði hugmyndasögunnar til að fá svör við spurningunni um þroskakosti 3ja æviskeiðsins
3. Að fjölga heilbrigðum æviárum – kennari Lukka Pálsdóttir
Áhersla er á góða heilsu og næringu og kynntar leiðir til að efla eigin hreysti. Kynntar verða niðurstöður rannsókna á áhrifum næringar og lífsstíls á hreysti og heilbrigði. Fjallað verður um lífsstílssjúkdóma ásamt fyrirbyggjandi leiðum. Umræður og verkefni fjalla um leiðir til að fjölga heilbrigðum æviárum
4. Störf, virkni og fjármál – kennarar Sigríður Olgeirsdóttir og Georg Lúðvíksson
Farið verður yfir störf nemenda og væntingar þeirra um launuð og ólaunuð störf, nýsköpun og fjármál á þriðja æviskeiðinu. Rædd verða framtíðartækifæri og viðhorf til atvinnuþátttöku.
Kynntar verða bækur sem tengjast viðfangsefninu og fjallað um leiðir til atvinnusköpunar. Farið verður yfir fjármál og lífeyrismál með hagnýtum verkefnum
Umræður og verkefni lúta að tækifærum til þátttöku í atvinnulífi á forsendum hvers og eins ásamt því að skilgreina markmið og aðgerðir til árangurs og virkni á þriðja æviskeiðinu
5. Hreyfing og líkamleg heilsa – kennari Gauti Grétarsson
Námskeiðið fjallar um bestu leiðir til að auka hreysti, þol og styrk á þriðja æviskeiðinu.
Umræður verða um mikilvægi hreyfingar. Áhersla verður á vettvangsferðir og verklegt nám og nemendur kortleggja spennandi leiðir til að virkja líkamann og efla líkamlega hreysti
Fyrri önnin hefst 18 september og lýkur 11 desember
Vetrarfrí verður í október.
Innifalið í verði
Boðið er upp á mat í hádeginu og aðgengi að kaffi og te í kaffistofu Opna Háskólans.
Nákvæm námslýsing haustsins - sjá hér
Seinni önnin hefst 15 janúar og lýkur í apríl
6. Samfélag og tengslanet – kennari Sigríður Hulda Jónsdóttir
Námskeiðið fjallar um samfélag og tengslanet. Þetta stef setur tóninn fyrir samfélagsleg tengsl sem okkur eru lífsnauðsynleg. Ekkert styður betur við virkni okkar, lífsfyllingu og árangur en virkt og öflugt tengslanet, rannsóknir sýna að undirstaða spennandi og heilbrigðra æviára eru góð tengsl við fjölskyldu og vini. Fjallað verður um þá dauðans alvöru sem tengist einsemd á þriðja æviskeiði. Niðurstöður rannsókna á mikilvægi félagslegra tengsla verða kynntar og ræddar. Verkefnin snúast um að stækka og virkja tengslanetið, efla tengsl við fjölskyldu og vini, fjölga vinum og finna gleðina í samveru við annað fólk
7. Húmor og hamingja – kennari Edda Björgvinsdóttir
Verkefnin í námskeiðinu snúast um leiðir til að gleðjast og gleðja aðra í hversdeginum og finna þau fjölmörgu verkfæri sem stuðla að aukinni virkni og lífsgleði. Skoðuð verða tengsl húmors, jákvæðni og þakklætis. Fjallað verður um rannsóknir og nauðsyn þess að sjá spaugilegar hliðar lífsins
8. Menning, listir og sköpun – kennari Svanhildur Konráðsdóttir
Fátt tengist lífsgæðum sterkar en menning, listir og sköpun. Verkefni námskeiðsins snúast um viðhorf og upplifanir á menningarviðburðum og listsköpun í víðum skilningi. Ræddar verða tillögur samnemenda í tengslum við bækur, menningarviðburði, ferðalög og listsköpun. Þá verður sérstaklega fjallað um íslenska og evrópska menningu ásamt því sem við lítum yfir tíma og fleiri lönd í leit að inspírasjón
9. Kortleggjum 3ja æviskeiðið – kennari Benedikt Olgeirsson
Nemendur setja sér skýra stefnu fyrir þriðja æviskeiðið. Byggt er á innleggi og vinnu nemenda frá öllum fyrri námskeiðunum átta. Námskeiðið er skapandi og krefjandi því gert er ráð fyrir að nemendur kortleggi þriðja æviskeiðið og skrái tilgang, gildi, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir fyrir spennandi framtíð. Farið er yfir ýmsar gagnlegar aðferðir og verkfæri til að innleiða persónulega stefnumótun með árangursríkum hætti.
10. Samantekt og kynning lokaverkefna – kennari Guðfinna S. Bjarnadóttir
Samantekt þar sem nemendur halda til haga því helsta sem þeir hafa lært í náminu. Nemendur deila með öðrum því sem þeir ætla að tileinka sér á þriðja æviskeiðinu. Kynning verður á lokaverkefnum nemenda sem unnin voru í hópum og fjölluðu um hugðarefni og ætlanir á næstu árum (t.d. að búa til fyrirtæki, taka þátt í gig-hagkerfinu, ráðast í verkefni, búa til viðburði, skapa listaverk eða annað sem heillar). Formleg útskrift í lok náms
Seinni önnin hefst miðvikudaginn í janúar og lýkur í apríl.
Ef páskar falla innan annarinnar þá verður frí í kringum páskavikuna.
Námsform
Námið er staðarnám og best ef nemendur eru á staðnum. Við erum sveigjanleg og skólinn tæknilega undir það búinn ef nemandi þarf að taka þátt í gengum fjarfundabúnað. Námið er verkefnamiðað án prófa.
Magnavita námið er stórkostlegt
Tryggvi Pálsson
Hvers vegna ætti ég að fara í svona nám?
Til að:
- Fjárfesta í eigin framtíð og skipuleggja innihaldsríkt líf
- Læra leiðir til að fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum
- Auðga lífið með þekkingu, virkni, gleði og tækifærum
- Styrkja tengslanet og eignast nýja vini
- Efla hreysti og auka líkamlegan og andlegan styrk
- Þekkja niðurstöður rannsókna og kynnast áskorunum 3ja æviskeiðsins
- Njóta leiðsagnar fyrirmyndarkennara og gestafyrirlesara
- Setja stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið
- Nýta mögulegan námssjóð fyrir hefðbundin starfslok en námið er styrkhæft hjá flestum starfsmenntasjóðum stéttarfélaga
- Menntun er máttur
Nánari upplýsingar og skráning á vef HR
Þetta nám getur nýst fyrirtækjum og stofnunum mjög vel til að styðja starfsfólk sem nálgast hefðbundin starfslok við að undirbúa þá stóru umbreytingu og sýna þar með samfélgslega ábyrgð.
Hvað segja nemendur og fyrirtæki?
Drífa Hilmarsdóttir
Mannauðsstjóri RB:
„Við hjá RB fengum kynningu á Magnavita náminu og leist strax vel á. Hjá okkur er hópur starfsfólks sem er að nálgast þriðja æviskeiðið og til að undirbúa hópinn fyrir þann spennandi tíma sem er framundan ákváðum við að styrkja starfsfólk til námsins. Vilborg er ein þeirra og við höfum fengið að fylgjast með náminu í gegnum hana og er skemmst frá því að segja að hún hefur verið mjög ánægð.“
- Stefán Ari Stefánsson, mannauðsstjóri hjá RB
Umsögn Vilborgar Sverrisdóttur, starfsmanns RB:
„Fjölbreytni Magnavita námsins og góðir leiðbeinendur í hinum mismunandi viðfangsefnum hafa vakið hjá mér gleði og áhuga á framtíðinni. Það er tilhlökkunarefni að mæta í skóla hvern dag.“
Björn Hermannsson nemandi:
Í náminu fékk ég dýrmæta verkfærakistu sem stöðugt sannar gildi sitt. Verkfærin gagnast mér vel á mikilvægum umbreytingatíma í lífinu og til framtíðar. Ég mæli af heilum hug með náminu, sérstaklega hvet ég karla til að skrá sig í námið.
Drífa Hilmarsdóttir nemandi:
"Námið er frábært og það hefur farið fram úr væntingum mínum. Ég er þegar farin að nýta mér mjög margt sem ég hef lært og margt er farið að fléttast inn i minn lífsstíl og viðhorf. Ég mæli því heilshugar með Magnavita við alla sem hafa hug á að bæta við sig þekkingu og hafa til þess svigrúm og tíma."
Smelltu hér á viðtal við Drífu Hilmarsdóttur á vefsíðu Lifðu núna
Magnavita námið snýst um að kortleggja þriðja æviskeiðið til að undirbúa innihaldsríkt og spennandi líf
Kennarar Magnavita námsins
AÐ NÁMI LOKNU HEFUR ÞÚ...
- Kortlagt þriðja æviskeiðið á þínum forsendum
- Skýra sýn og markmið fyrir innihaldsríkt líf
- Verðug og spennandi viðfangsefni
- Eflt virkni, hreysti og möguleikann á að eiga fleiri heilbrigð æviár
- Aukið þátttöku í samfélagi og atvinnulífi á eigin forsendum
- Fleiri spennandi áhugamál
- Auðgað félagsleg tengsl og eignast nýja vini
Athugið: Námið er styrkhæft hjá flestum starfsmenntasjóðum stéttarfélaga og einnig er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir að sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja sitt starfsfólk sem nálgast hefðbundin starfslok við að undirbúa þá stóru umbreytingu.
Reynslumiklir og öflugir kennarar sjá um kennsluna ásamt áhugaverðum gestafyrirlesurum.
Þrír þjónustufasar Magnavita
Þjónustan snýst um að fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum
1. Aðstoð við umbreytingaferlið
Að hætta í föstu starfi er ein mesta umbreyting í lífi fólks
2. Stuðningur við góð og heilbrigð æviár
Mikilvægt að hver og einn skipuleggi innihaldsríkt líf
3. Ýmis þjónusta sem styður við stefnu og markmið Magnavita
Lykiláherslur í þjónustu Magnavita
Frá kynningarfundi um Magnavita námið
Við viljum að þriðja æviskeiðið sé uppskerutími í lífinu, besta æviskeiðið þar sem við njótum lífsgæða og nýtum tímann eins vel og mögulegt er.
Lífsgæði snúast um marga þætti, yfir sumum þeirra höfum við vald og öðrum ekki.
Hreysti, virkni, félagsleg tengsl, andleg og líkamleg líðan og fjárhagur skipta miklu máli. Þar mun Magnavita setja kastljósið.
Fjölbreytt þjónusta Magnavita
Snýst um styrkleika viðskiptavinar og tækifæri til að fjölga góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum
- Magnavita námið í samstarfi við HR
- Árleg ráðstefna Magnavita
- Markþjálfun sniðin fyrir þriðja aldurinn (í þróun)
- Magnavita tegnslanet og samfélag (í þróun)
- Starfatorg og frumkvöðlahraðlar (í þróun)
- Ýmis menntun og ráðgjöf (í þróun)
- Rannsóknarstarf (í þróun)
- Orðanotkun og virðing fyrir fólki á 3ja æviskeiði (í þróun)
Stofnendur Magnavita
Stefna og markmið Magnavita
Tilgangur
Fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum
Sýn
Þriðja æviskeiðið verði það besta í lífinu, það er uppskerutími sem einkennist af góðum lífsstíl, hreysti, gleði og heilbrigði
Gildi
Nálgunin er jákvæð, spennandi og uppbyggileg, hún er líka heildstæð, gagnreynd og umbreytandi
Markhópur
Einstaklingar á þriðja æviskeiði sem nálgast starfslok eða hafa lokið föstu starfi og hafa getu og vilja til að fjárfesta í eigin framtíð